Gleely Gleely

Hvernig getum við aðstoðað?

Hvernig panta ég bók?

Eftir að þú hefur valið þér bók sem þú vilt kaupa þá þarft þú að hlaða inn mynd af barni sem þú vilt að birtist í bókinni.

Þegar myndinni hefur verið hlaðið inn færð þú tækifæri á að stilla af hvar andlitið er svo að það muni birtast rétt í bókinni. Kerfið okkar reynir að stilla þetta af fyrir þig eins vel og það getur en stundum þarf aðeins að fínstilla það.

Ásamt myndinni þá þarftu að fylla inn upplýsingar eins og t.d nafn barnsins. Þegar það er klárt ættir þú að sjá sýnishorn af bókinni en það inniheldur allar blaðsíðurnar sem þú getur flett í gegnum.

Ef þú ert sátt(ur) þá getur þú hafið pöntunarferlið.

Pöntunarferlið er einfalt, þú einfaldlega fyllir út reitina sem birtast á skjánum eins og nafn þitt, hvert á að senda o.s.frv.

Ef þú velur að fá að greiða með greiðslukorti þá sendum við þig á örugga greiðslusíðu þar sem þú getur klárað kaupin.

Ef þú velur millifærslu sem greiðslumáta þá kemur upp staðfestingarsíða með bankaupplýsingum. Þegar millifærslan hefur borist þá staðfestum við pöntunina þína og sendum þér reikning fyrir greiðslunni.