Gleely Gleely
Gleely logo

Gleely

Persónuleg barnabók

Hvað er Gleely.com?

Gleely er vefur þar sem þú getur keypt sérhannaða barnabók þar sem börnin eru partur af sögunni.

Með því að hlaða inn mynd af barni getur kerfið okkar blandað andliti barnsins inní karaktera sem koma fram í bókunum okkar.

Þetta gerir bókina virkilega spennandi fyrir krakkana því nú eru þau ekki bara áhorfandi heldur þáttakandi í spennandi ævintýrum!

Hverjir standa á bakvið Gleely.com?

Fyrirtækið Full Stack ehf. á og rekur vefinn en eigendur þess eru Arnar Stefánsson og Ívar Rafn Þórarinsson.

Við höfum rekið fyrirtæki saman síðan 2013 og komið að allskyns hugbúnaðarverkefnum. Við höfum einnig rekið ferðaþjónustufyrirtækið Northbound síðan 2016.

Gleely.com byrjaði sem gæluverkefni sem unnið var í að kvöldi til en var síðan full klárað í miðju Covid-19 samkomubanni en ferðaþjónustan átti undir mikið högg að sækja og hvatinn til að gera eitthvað öðruvísi var meiri.

Við opnuðum vefinn með eina bók til sölu en það er Stafrófsbókin en við eigum báðir börn á leikskólaaldri sem gerir þetta verkefni einstaklega skemmtilegt fyrir okkur að vinna í.

Hver er stefnan?

Til að byrja með erum við aðeins með eina bók til sölu en við stefnum á að framleiða sögubækur á íslensku og þýða þær svo á önnur tungumál.

Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur endilega skoðaðu þessa síðu.