Gleely
Hvað er Gleely.com?
Gleely er vefur þar sem þú getur keypt sérhannaða barnabók þar sem börnin eru partur af sögunni.
Með því að hlaða inn mynd af barni getur kerfið okkar blandað andliti barnsins inní karaktera sem koma fram í bókunum okkar. Þetta gerir bókina virkilega spennandi fyrir krakkana því nú eru þau ekki bara áhorfandi heldur þáttakandi í spennandi ævintýrum!
Okkar saga
Gleely kemur úr smiðju tveggja feðra, æskuvinanna Arnars Stefánssonar og Ívars Rafn Þórarinssonar. Saman reka þeir ferðaþjónustufyrirtækið Northbound. Á meðan samkomubann Covid-19 stóð yfir gerðu þeir líkt og aðrir foreldrar sitt besta til þess að hafa ofan fyrir börnunum, úr því varð til hugmyndin að persónusniðum barnabókum.
Gleely, sem áður bar nafnið Sögubók, byrjaði sem gæluverkefni með það markmið í huga að gera skemmtilegar og persónulegar bækur sem okkur þykir vænt um og slær á hjartastrengi.
Það var vilji okkar að þetta verkefni snéri að því að eyða tíma með fjölskyldunni og þá einna helst börnum okkar. Við hófum starfsemi okkar með eina bók, Stafrófsbókina, sem eru núna orðnar fleiri en það er markmið okkar að bæta við útgáfuna enn fremur og gera fleiri bækur ásamt öðrum skemmtileg útfærslum af lærdóms leiðum fyrir börn okkar.
Við nafnabreytingu tóku útlit bókanna miklum stakkaskiptum og höfum við uppfært útlit og stíl og eflt í leiðinni áhersluna á lærdóm og upplifun með nýrri síðu.
Okkar hvatning
Stöðu íslenskra barna í lestri hefur hrakað umtalsvert síðustu ár og standa þar drengir verra að vígi en stúlkur. Börnin okkar eru ekki einungis að dragast aftur ef litið er á fyrri kannanir, heldur einnig sé lesskilningur þeirra borinn saman við aðrar þjóðir og sátu íslensk börn í 29 sæti á lista OECD í skýrslu sem birt var 2018. Hér er ekki átt við leshraða, enda getum við flest sammælst um að hann sé aukaatriði svo framarlega sem skilningur sé til staðar.
Því miður er staðan sú að þriðjungur drengja getur ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla og 18,7% stúlkna. Hvað þessu veldur er erfitt að svara og tæplega í okkar höndum, en engu að síður er það okkur hjartfólgið að leita leiða til þess að styrkja börnin okkar. Því teljum við það vera lykilatriði að vekja áhuga barna á lestri eins snemma og mögulegt er.
Með því að gera börnin að aðalsögupersónum, vonumst við til þess að virkja ímyndunarafl þeirra og auka áhuga þeirra á lestri. Sýnt hefur verið fram á að 15 mínútna lestur á dag getur skipt sköpum þegar kemur að orðaforða barna. Lykilatriðið er að lesa frekar í stutta stund og oftar fyrir barnið, heldur en lesa fyrir það sjaldnar og lengur. Því er mikilvægt að foreldrar gefi sér gæðastund með börnum sínum yfir lestri. Þær hafa ekki einungis áhrif á málþroska barns, heldur einnig félagsþroska þess.
Mælt er með því að foreldrar byrji samlestur með börnum sínum strax á fyrsta aldursári, þrátt fyrir að skilningur barnsins sé ekki ýkja mikill þá ýtir lesturinn undir mál-og félagsþroska barnsins. Verk sem Gleely gefur út eru merkt við hvaða aldur mælt er með að hefja lestur þess og leggjum við kappkosta við að bæta stöðugt við flóru verka til þess að allir finni eitthvað við sitt hæfi.