Skilmálar
Eftirfarandi eru viðskiptaskilmálar sem gilda þegar þú kaupir vörur í vefverslun Gleely.com/Storybookmaker.com
Seljandi er Gleely.com sem er í eigu Full Stack ehf. kt. 540311-0640 vsknr. 107428.
Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning.
Pöntun
Pöntun eru bindandi þegar hún er skráð á vefþjón seljanda. Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar.
Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup.
Greiðsla
Öll verð innihalda virðisaukaskatt.
Hægt er að greiða með bankamillifærslu eða greiðslukorti.
Ef greitt er með greiðslukorti er upphæðin skuldfærð við skráningu pöntunarinnar. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni. Greiðslan fer fram á öruggu vefsvæði hjá Borgun hf.
Engin greiðslukortanúmer eru geymt á vefþjóni seljenda.
Ef greitt er með bankamillifærslu fer pöntun í biðstöðu þar til greiðsla berst. Ef millifærsla berst ekki innan 7 daga er pöntun aflýst.
Afhending
Afhending telst vera innan eðlilegra tímamarka frá útgáfudegi reiknings. Tekið er fram í kaupferlinu hverju má búast við miðað við valda sendingarleið. Seljandi afhendir vörur einungis innan Íslands.
Afhendingarmáti
Kaupanda býðst að sækja vöruna að húsum Háskólaprents ehf (Fálkagata 2, Reykjavík) eða fá vöruna senda heim með Íslandspósti að kostnaðarlausu.
Afhendingartími
Afhendingartími getur tekið allt að 3-6 virka daga
Flutningsaðili
Íslandspóstur
Sendingarkostnaður
Kostnaður á sendingum með Íslandspósti er innifalinn í verðinu á vörunni
Skilaréttur
Allar vörur sem pantaðar eru á vefnum okkar eru sérframleiddar fyrir kaupanda. Um leið og kaupandi pantar vöru og staðfestir greiðslu verður til kostnaður hjá seljanda og þriðja aðila sem ekki er hægt að endurgreiða.
Í einstaka tilvikum er hægt að stöðva framleiðslu á vöru, þá er hægt að endurgreiða kaupverð að frádregnum kostnaði.
Við vöruskil fær kaupandi inneignarnótu frá seljanda fyrir andvirði kaupverðs að frádregnum kostnaði. Ekki kemur til endurgreiðslu af hálfu seljanda við vöruskil.
Sé vara með framleiðslugalla má seljandi bæta hana með nýrri vöru eða endurgreiðslu.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Allar ljósmyndir sem kaupandi hefur hlaðið upp á vefþjón seljenda í tengslum við pantanir verða eytt sjálfkrafa af vefþjóni seljenda 14 dögum eftir að pöntun hefur verið stofnuð.
Allar ljósmyndir sem hafa verið hlaðið upp á vefþjón seljanda en ekki verið notaðar í að búa til pöntun verða eytt sjálfkrafa af vefþjóni seljenda 60 dögum eftir að þeim er hlaðið upp.
Viðtökudráttur
Sé vara ekki sótt innan umsamins tíma áskilur seljandi sér rétt til að senda hana til kaupanda á hans kostnað eða að öðrum kosti að annast hlutinn á kostnað kaupanda með þeim hætti sem sanngjarnt er miðað við aðstæður. Getur seljandi krafist geymslu- og/eða umsýslugjalds úr hendi kaupanda vegna umönnunar vöru eftir umsaminn afhendingartíma.
Varnarþing
Rísi réttarágreiningur í tengslum við skilmála þessa skal bera hann undir héraðsdóm Reykjaness.
Við áskiljum okkur fullan rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er. Áframhaldandi notkun þín á vefnum og aðgangur er bundinn því að þú samþykkir þessa breyttu skilmála.
Þessi útgáfa skilmálanna er frá 22. apríl 2020 og gildir um kaup í vefversluninni sem eiga sér stað eftir það.